Færsluflokkur: Bloggar

Það er nú meira takið sem Liverpool hefur á Aston Villa !

Fyrir leikinn átti Aston Villa enga möguleika samkvæmt samkvæmt því sem látið var í ljós á mbl.is í dag. Liverpool væri með svo gott tak á Aston villa unnu 5-0 á Anfield í fyrra. Menn gleyma því allt of oft að í fótbolta getur allt gerst og það er ekki sjálfgefið að það lið sem lítur miklu betur út á pappírunum nái að koma tuðrunni nógu oft yfir línu andstæðinganna. Í kvöld átti Aston Villa mjög góðan leik og með smá heppni, sigurvilja og þrautsegju náðu þeir að knýja fram sigur. Mér þótti heldur lágt risið á Liverpool undir lokin þar sem þeir létu skapið hlaupa með sig og gerðust sekir um ljót brot og fruntaskap. Brot Torres á Young gerir ekkert til að bæta upp fyrir tapið og hann hefði verið meiri maður ef hann hefði látið það ógert.
mbl.is Aston Villa skellti Liverpool á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga plöntu á haugana !

Það væri synd og skömm ef ekki verður hægt að klára að gróðursetja þessar plöntur. Þvílík sóun. Ef ekki eru til fjármunir til að standa við gefin fyrirheit þá verður að virkja alla fáanlega sjálfboðaliða til verksins. Það verður að kalla til íþróttafélög, skáta, skógræktarfélög, ferðafélög og ungmennahreyfingar eins og gert var forðum þegar klæða skyldi landið. Það getur ekki verið að þessar plöntur þurfi að enda á haugunum. Það væri hreinn og klár aumingjaskapur.
mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúalýðræði !?!?!?!?

 Við Íslendingar búum við það form á okkar lýðræði að við kjósum okkur fulltrúa hvort sem er í sveita og bæjarstjórnir eða til alþingis á fjögurra ára fresti, jafnvel skemur ef illa hefur til tekist. Við kjósum fólk sem við treystum til góðra verka og við viljum að taki ákvarðanir í okkar nafni á meða það hefur umboð okkar til þess þ.e.a.s. eitt kjörtímabil í senn. 

 Nú vilja menn allt í einu hafa atkvæðagreiðslur um hin og þessi mál, hvort sem um eitt sveitarfélag er að ræða eða jafnvel þjóðina alla. Ef þetta færist í aukanna, get ég ekki ímyndað mér annað en að kostnaður fari fljótt úr böndum og virðing fyrir atkvæðisrétti minnki í réttu hlutfalli við hann. En þeir segja að þetta eigi að bæta lýðræðið í þjóðfélaginu og þeir sem hæst hafa og mest ber á í þessari umræðu eru menn sem eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eða á Alþingi.

 Þetta er að sjálfsögðu hrein fyrra og nær ekki nokkurri átt. Þeir sem gefa kost á sér til setu í sveitar og bæjarstjórnum eða á Alþingi geta ekki hlaupið frá ábyrgð sinni með því einu að senda málið í atkvæðagreiðslu hjá íbúum sveitarfélagins í hvert sinn sem þeim er vandi á höndum. Til hvers voru þeir kosnir ef ekki til að klára málið og taka svo afleiðingunum við næstu kosningar.

 Kosningar sem þessar skapa ekki aukið lýðræði. Þær ala á sundrungu og flokkadráttum eðli sínu samkvæmt. Ef augljóst væri hvernig vilji fólksins lægi þá væri stjórnmálamanninum ekkert að vanbúnaði að taka ákvörðun og málið væri afgreitt. Það er því ávallt þegar tvísýnt er um hvernig fer sem að brugðið verður á það óheillaráð að senda málið til fólksins í atkvæðagreiðslu því stjórnmálamaðurinn gæti misst fylgi með því að veðja á rangan hest. Nei, þið kjörnu fulltrúar verðið að axla þá ábyrgð sem því fylgir að taka setu hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi.

 Nú hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Hafnafjarðar hlaupist undan þeirri ábyrgð að taka ákvörðun í málinu um stækkun álversins í Straumsvík og sent málið í atkvæðagreiðslu hjá íbúum bæjarfélagsins. Þetta mál er í raun þannig að það hefði aldrei átt að vera hægt að senda það í slíka kosningu. Ekki bara vegna þess að hér er um málefni eins tiltekins fyrirtækis að ræða heldur fyrst og fremst vegna þess að fyrir áratugum tóku forverar hinna kjörnu fulltrúa þá ákvörðun hvar álverið skyldi vera og síðan hefur því verið leyft að vaxa og dafna á þeim stað. Núverandi kjörnu fulltrúar hafa staðfest þessa staðsetningu með því að selja álverinu lóð undir stækkunina. Því segi ég við hina kjörnu fulltrúa í Hafnarfirði " Axlið ykkar ábyrgð og klárið málið, þið hafið sagt A og því ber ykkur að segja B". Ykkur er auðvitað í sjálfsvald sett að segja að álverið verði ekki stækkað en þá hefði átt að taka þá ákvörðun fyrir lifandis löngu. Nú hefur verið eytt bæði miklum fjármunum og tíma til einskis og að sjálfsögðu ber Hafnafjarðarbær og stjórn hans ábyrgð á því að draga álverið á asnaeyrunum allan þennan tíma.

 Hverju skilaði svo þessi endaleysa í Hafnarfirði ? Svarið er einfalt "Nákvæmlega engu öðru en því sem fyrirfram var vitað". Hvorug fylkingin getur lýst yfir sigri og hvorug hefur gert það. Það er patt-staða og hinir kjörnu fulltrúar sem töldu sig geta sloppið með að taka ákvörðun sitja enn uppi með króan.

 Það er mín einlæg ósk að menn dragi lærdóm af þessari atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði og hugsi sig vel og vandlega um áður en farið er út í slíkt á nýjan leik. Ef þeir sem kosnir hafa verið til ábyrgðar í þessu þjóðfélagi treysta sér ekki til að taka erfiðar ákvarðanir þá er þeim best að gefa ekki kost á sér til frekari setu og víkja fyrir þeim sem geta það.

 Nú eru skiptar skoðanir á því hvort við Íslendingar eigum að halda áfram að byggja hér upp orkufrekan iðnað eins og álver. Í mínum huga hlýtur það samt að teljast skynsamlegt að standa við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar á liðnum árum. Við höfum tekið ákvörðun um að byggja þrjú álver hér á landi. Er þá ekki best að við leyfum þeim að dafna þannig að þau verði samkeppnishæf og skili sem mestum arði til þjóðarinnar. Ef þau verða óarðbær þá lognast þau sjálfkrafa útaf. Við getum svo sagt hingað og ekki lengra og látið allt tal um aðrar verksmiðjur bíða seinni tíma eða lokað alfarið á þær.

 


mbl.is Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Ólafur Haukur Ólafsson

Höfundur

Ólafur Haukur Ólafsson
Ólafur Haukur Ólafsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband